Data Feminism, gerðabækur kjörstjórna, GDPR og kökurnar, popúlistar allra landa, birtingaráætlun Hagstofunnar
We recognize that the transformation of human experience into data often entails a reduction in complexity and context. We further acknowledge that there is a long history of data being “all too often wielded as an instrument of oppression, reinforcing inequality and perpetuating injustice,” as the group Data for Black Lives explains. We keep these inherent constraints in mind as we write, attempting to introduce context and complexity whenever possible, and acknowledge the limits of the methods we discuss as well as their strengths.
https
://twitteGerð
Gerðabækur kjörstjórna
Það var áhugavert að lesa svör yfirkjörstjórna landsins við fyrirspurn Björns Levís um meðhöndlun og aðgang að gerðabókum kjörstjórna sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi í vikunni. Af þeim 78 kjörstjórnum sem voru spurðar svöruðu 31. Annar hluti fyrirspurnarinnar snéri að aðgengi að gerðabókum:
Hverjir hafa heimild til að lesa gerðabækur kjörstjórna og hvenær er hægt að lesa þær?
Þetta er athyglisverð spurning, en svörin eru ekki síður athyglisverð. Upplýsingalögin gilda um starfsemi framkvæmdavaldsins. Alveg ljóst er að þær kjörstjórnir sem eru kosnar af sveitarfélögum (eins og á við í sveitarstjórnarkosningum) falla þar undir. Upplýsingalögin gilda hinsvegar ekki um starfsemi Alþingis, en þingið kýs kjörstjórnir kjördæmanna við Alþingiskosningar. Þær fjórar kjörstjórnir kjördæmanna sem svöruðu, það er að segja kjörstjórnir Reykjavíkurkjördæmanna (norður og suður), suðurkjördæmis og norðausturkjördæmis, virðast ekki allara leggja sama skilning í þetta. Reykjavíkurkjörstjórnirnar kusu að svara spurningunni án þess að minnast á upplýsingarétt almennings (enda eðlilegt, þar sem hann strangt til tekið gildir ekki um nefndir kosnar af Alþingi). Kjörstjórn Suðurkjördæmis býður upp á svipað svar. Kjörstjórn norðausturkjördæmis segir hinsvegar:
Gagnið er opinbert
Í skýringum við það frumvarp sem varð að núgildandi upplýsingalögum segir:
Undir ákvæðið falla ekki aðrir opinberir aðilar, t.d. dómstólar og stofnanir Alþingis, svo sem umboðsmaður Alþingis. Ef slíkum aðilum er falinn einhver þáttur í stjórnsýslu (framkvæmdarvaldi) er ljóst af orðalagi 1. mgr. 2. gr. að slík starfsemi af þeirra hálfu heyrir þá ekki heldur undir upplýsingalögin. Eðlilegt kynni þó að vera að umræddir aðilar höguðu störfum sínum þannig að þeir fylgdu sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.
Það má því alveg færa fyrir því rök að skilningur kjörstjórnar norðausturkjördæmis eigi sér einhverja stoð.
Að lokum má geta þess að ríkisstjórn sú sem nú situr hefur boðað breytingar á upplýsingalögunum í þá veru að útvíkka gildissvið þeirra í vor þannig að Alþingi (og dómstólar) falli einnig undir þau.
Hvað kjörstjórnir sveitarfélaganna snertir þá kemur víða fram í svörum þeirra að enginn hafi óskað eftir afriti af gerðabókum. Það kemur nokkuð á óvart, í ljósi þess að í júlí síðastliðnum sendi ég einmitt öllum kjörstjórnum við seinustu sveitarstjórnarkosningar upplýsingabeiðni um afrit af gerðabókum þeirra. Nú, einum fjórum mánuðum síðar, hafa 46 kjörstjórnir af 72 sent mér afrit. Sumar þeirra segja dómsmálaráðherra að enginn hafi beðið um afrit. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það.
En ég segi ykkur betur frá þessari rannsókn minni á gerðabókum kjörstjórna seinna.
GDPR og kökurnar
Hér er vísindagrein: The Unwanted Sharing Economy: An Analysis of Cookie Syncing and User Transparency under GDPR
Popúlistar
Það er mikil umræða um popúlíska stjórnamálaflokkar. The Guardian birti greinaflokk í vikunni um fyrirbærið, sem vakti kannski einna helst athygli hér heima vegna þess að Borgaraflokkurinn er þar flokkaður sem popúlískur flokkur. Hér er hinsvegar áhugaverð vísindagrein sem rannsakar áhrif fjölmiðla í Danmörku á uppgang hægrisinnaðra popúlískra flokka: News content and populist radical right party support. The case of Denmark
Stafrænar útgáfur
Það er fátt skemmtilegra en að skoða stafrænar útgáfur af gömlum myndritum og gagnasettum. Hér hefur Borgar Þorsteinsson endurgert veðurtöflu frá 1947. Hér endurgerir Ben Welsh gamalt myndrit yfir hjúskaparstöðu svartra Bandaríkjamanna eftir aldri.
Meira frá Borgari hér, og Ben hér.
Birtingaráætlun Hagstofunnar
Að lokum: Hagstofan hefur birt birtingaráætlun sína fyrir árið 2019.
Eigðu góða viku!