April 15, 2019, midnight

Dymbill

Gögn

Hæ!

Það er dymbilvika. Dymbill er "trékólfur í bjöllu eða kirkjuklukku" samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni. Auk þeirrar fornu skýringar má notast við merkinguna sem orðanefnd Verkefnastjórnunarfélags Íslands smeið til að ná yfir enska orðasambandið "dummy activity". Það sem fylgir hér á eftir gæti flokkast undir það.
 
  • Kekkonen, Kekkonen, Kekkonen
    Það var kosið í Finnlandi í gær. Þar virðist fasistasveiflan vera í sæmilegu svíngi, eins og annarsstaðar. Árið 1978 hafði Urho Kekkonen verið forseti Finnlands 22 ár. Engu að síður sigraði hann kosningu í embættið með 259 atkvæðum af 300 (fram til 1988 var forsetinn kosinn af fulltrúum sem þjóðin kaus). Lýsing á úrslitum kosninganna var kostuleg. Forseti þingsins las upp nafn Kekkonens 259 sinnum í beinni útsendingu sjónvarpsins. Stutt myndband er hér og svo ef þú vilt hlusta á þetta í tíu klukkustundir þá er það hægt hér.
     
  • DataMarket
    Vefurinn datamarket.is lokar í dag, 15. apríl. Ég vann hjá fyrirtækinu frá 2013 til 2016. Á þeim tíma keypti sænsk-bandaríska fyrirtækuð Qlik reksturinn og gerði töluverðar breytingar. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um endalok DataMarket, önnur en þau að mér þykja þetta leiðinleg málalok. Ef þig vantar einhverja töflu af datamarket.is eftir morgundaginn, þá á ég afrit af þeim sem voru öllum opnar.
     
  • Walk this Way
    Út er komin bókin Walk this Way: Run-DMC, Aerosmith, and the Song that Changed American Music Forever. Samkvæmt þessari ágætu grein þá er þetta hin prýðilegasta bók, þó fullyrðingin í titlinum um straumhvörfin sé kannski aðeins yfirdrifin. En ágætis tækifæri til að rifja upp myndbandið við Walk this Way og ekki síður þessa klippu frá upptökum á laginu.
     
  • Rapp Er Ekki List
    Og því tengt: Kött Grá Pje gaf í dag út lagið Rapp Er Ekki List. Frábært lag sem má heyra hér.
     
  • Spænskir gammar
    Hér er áhugaverður twitter-þráður um afhverju spænskir gammar fara ekki yfir landamærin við Portúgal.
     
  • Skarfur
    SkarfurFyrir mánuði síðan sá ég þennan fallega skarf við Reykjavíkurtjörn. Nú er ég enginn sérfræðingur í skörfum, en mér þótti undarlegt hátterni af hans hálfu að hanga þarna. Kannski er það bara eðlilegt. Kannski má átta sig á því með því að skoða þennan vef, þar sem fuglaáhugafólk skráir niður þegar það sér fugla.
     
  • Near, Far, Wherever You Are
    Frábær grein um samfélagsmiðla:

    In a way, Instagram was right, though probably not in a way the service intended. Social networks are built on the idea that “connecting” is necessarily a social good, but it takes only one look at human life to know this is often false and that it is context, above all, that matters.

Látum þetta nægja. Njóttu páskanna!

 
Hér eru eldri tölublöð. Hér er ég á twitter. Hér er einhverskonar vefur. Hér er netfangið mitt.
Þú getur sagt upp áskriftinni eða skráð þig hérna.

 

You just read issue #10 of Gögn. You can also browse the full archives of this newsletter.

Brought to you by Buttondown, the easiest way to start and grow your newsletter.