Endurtekningar, Tay Tay, friðhelgi, höfundaréttur, fölsuð myndbönd
Tay Tay
Nú vitum við semsagt að eftir því sem Taylor Swift færir sig meira yfir í popp úr kántrí verða textarnir hennar ríkari af endurtekningum. Ekkert að því. Á nýársdag birtist á Netflix rúmlega tveggja tíma upptaka af tónleikum hennar í Dallas á Reputation túrnum. Fyrir utan að vera mikil skemmtun þá er þetta sú hljómleikaferð sem hefur gefið mest í aðra hönd í allri sögu Bandaríkjanna.
Það væri gaman að geta tengt á alla upptökuna, en þú verður bara að finna þetta á Netflix. Hér er hinsvegar það lag hennar sem er hvað endurtekningarsamast, Out Of The Woods, flutt á tónleikum í Grammy safninu árið 2015.
Og hér er svo það sem er hvað mest laust við endurtekningar, og kannski hennar besta lag, All Too Well.
Friðhelgi
En það er ekki allt blístur og fagnaðarlæti í kringum Taylor. Nýlega birtust fréttir af því að andlit tónleikagesta á áðurnefndum Reputation túr hefðu verið skönnuð og þau borin saman við einhverskonar gagnagrunn yfir eltihrella. Ekki beint skemmtileg framtíðarsýn, sú tækni.
Höfundaréttur
En við fengum ekki bara Taylor í nýársgjöf. Þann 1. janúar rann út höfundaréttur þeirra verka sem voru fyrst útgefinn í Bandaríkunum árið 1923. Þetta er í fyrsta sinn í 21 ár sem áramót færa okkur verk í almenninginn. Afhverju?
We can blame Mickey Mouse for the long wait. In 1998, Disney was one of the loudest in a choir of corporate voices advocating for longer copyright protections. At the time, all works published before January 1, 1978, were entitled to copyright protection for 75 years; all author’s works published on or after that date were under copyright for the lifetime of the creator, plus 50 years. Steamboat Willie, featuring Mickey Mouse’s first appearance on screen, in 1928, was set to enter the public domain in 2004. At the urging of Disney and others, Congress passed the Sonny Bono Copyright Term Extension Act, named for the late singer, songwriter and California representative, adding 20 years to the copyright term.
Fölsuð myndbönd
Við höfum áður velt fyrir okkur tauganetum og hvernig má nota þau til að útbúa listaverk. En það er alltaf hægt að finna ömurleg not fyrir tækni. Þekkingin til að skeyta andlitsmyndum af fólki inn í myndbönd er nú notuð til að framleiða hefndarklám. Kannski ættum við að kenna forriturum siðfræði, frekar en krökkum forritun?
Það hefði verið gaman að enda þetta á gleðilegri nótum, en svona er þetta. Vonandi verður 2019 gott.
Gleðilegt ár!