Hæ hæ.
Heill mánuður síðan síðast. It's not you, it's me. Einhvernveginn hefur það æxlast þannig að enginn tími hefur gefist til að setjast niður og skrifa þér. Eða öllu heldur: ég hef ekki gefið mér þann tíma. En núna er aldeilis komið að því.
Hér er kannski tækifæri til að útskýra örlítið hvernig þessi lettersbréf verða til.
Þegar ég á vafri mínu um internetið rekst á eitthvað áhugavert þá vista ég það hjá hinni frábæru bókamerkjaþjónustu
Pinboard. Þar á ég nú
19683 bókamerki flokkuð með 8168 tögum. Að auki fylgist ég lauslega með tæplega 200 RSS straumum og notast þar við inoreader.com. Svo er bara að velja og hafna.
Við erum öll búin að horfa á
Chernobyl og kjarnorkan, kostir hennar og gallar, er í stutta stund í sameiginlegu umræðunni. En það er ekki svo langt síðan heimurinn var mun uppteknari af kjarnorku.
30. október 1961 sprengdu Sovétmenn stærstu kjarnorkusprengju sem sprengd hefur verið,
Tsar Bomba,. Það haust stóð heimsbyggðin á öndinni yfir tilraunum Sovétríkjanna með þetta ógnarvopn. Forsíða Alþýðublaðsins leit svona út, 24. október 1961.
Þetta voru ekki áreiðanlegar fréttir, enda voru enn fjórir dagar í að helsprengjan yrði sprengd. Óttinn var þó allsráðandi, eins og má sjá af baksíðufrétt Alþýðublaðsins tveimur dögum síðar.
Eins og segir í frétt blaðsins, var engin vatnsveita eða uppspretta í Vestmannaeyjum. Þar var vatni safnað í svokallaða brunna af þökum húsa. Hér er
áhugavert efni um vatnsbúskap Vestmannaeyinga.
Landlæknisembættið hefur gefið út öðruvísi brunn:
Talnabrunn í júlí, mánaðarlegt fréttabréf embættisins. Að þessu sinni fjallar bréfið um þungunarrof og ófrjósemisaðgerðir. Ágætt að rifja upp við það tækifæri þetta graf, sem sýnir ótrúlega breytingu á fjölda ófrjósemisaðgerða milli kynja.
30. ágúst verða 25 ár liðin síðan hin frábæra plata
Holy Bible með Manic Street Preachers kom út.
Hér er útdráttur úr
bók David Evans um plötuna. Ég keypti Holy Bible í "plötubúð" Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Hún mótaði mig meira en nokkur önnur tónlist. Einusinni fékk ég vinnu bara út á þekkingu (þráhyggju) mína á Manic Street Preachers. Uppáhald.
Frábæru heimsmeistaramóti í knattspyrnu er að ljúka. Ég held að ég hafi náð að sjá alla leikina (að minnsta kosti að hluta) og þetta er skemmtilegasta lokamót sem ég hef séð. Vonandi vinna Svíarnir á morgun.
Hér skrifar Sue Bird, kærasta hinnar mögnuðu Megan Rapinoe:
So the President F*cking Hates My Girlfriend
Í nýjasta hefti The New Atlantis er þema:
The Ruin of the Digital Town Square.
Across the political spectrum, a consensus has arisen that Twitter, Facebook, YouTube, and other digital platforms are laying ruin to public discourse. They trade on snarkiness, trolling, outrage, and conspiracy theories, and encourage tribalism, information bubbles, and social discord. How did we get here, and how can we get out? The essays in this symposium seek answers to the crisis of “digital discourse” beyond privacy policies, corporate exposés, and smarter algorithms.
Ég get mælt með öllum þeim ritgerðum og reyndar almennt bara með flestu sem birtist í The New Atlantis.
Einn höfundanna, L.M. Sacasas, heldur úti mun betri fréttabréfi en þessu hér:
The Convivial Society.
Og svo mánaðarskammtur (djók, þetta er eitt hádegishlé) af lesefni:
The Six-Year Struggle to Regain Ownership of the ‘This Is Fine’ Dog
An Open Letter to 17-Year-Old Boys Who Just Discovered The Doors
The Surprising Reason that There Are So Many Thai Restaurants in America
Gen X Is Having a (Very Gen X) Moment
'They didn't look old enough': who filled a French art gallery with fakes?
Five Models for Making Sense of Complex Systems
How Amanda Knox’s Trial Was the Dawn of the Fake News Era
Amanda Knox:
Your Content, My Life
The Making of a YouTube Radical
On “Art Heroes” and Letting Your Idols Be Human
History Will Not Be Kind to Jony Ive
Jamm. Góða helgi!
Hér eru eldri tölublöð.
Hér er ég á twitter.
Hér er einhverskonar vefur.
Hér er netfangið mitt.
Þú getur sagt upp áskriftinni eða skráð þig
hérna.