Gagnablaðamennska, hnattlíkön, vélrænt nám, atvinnutekjur og saga tölvunarfræðinnar.
Gagnablaðamennska
Árið 2012 stóð European Journalism Centre að útgáfu bókar um gagnablaðamennsku sem er hægt að nálgast ókeypis á internetinu. Nú er von á annarri útgáfu á næsta ári:
The Data Journalism Handbook 2: Towards a Critical Data Practice
What is data journalism? What is it for? What might it do? What opportunities and limitations does it present? Who and what is involved in making and making sense of it?
Nokkrir kaflar eru þegar aðgengilegir, t.d. mjög áhugaverður kafli frá Zöru Rahman og Stefáni Wehrmeyer:
Searchable Databases as a Journalistic Product.
Hnattlíkön fortíðarinnar
Einusinni var internetið skemmtilegt. Núna er það að mestu leiðinlegt. Hér er sýn inn í fortíðina sem myndi ekki passa á Facebook:
Hvernig þú dagsetur hnattlíkanið þitt eftir því hvernig landamæri eru dregin.
Litmyndir og tauganet
Það eru miklar framfarir í þróun og notkun vélræns náms (e.
machine learning) í allskonar tilgangi. DeOldify er mjög áhugvert verkefni frá
Jason Antic sem reynir að nýta sér tauganet (e
neural network) til að lita svarthvítar myndir. Hér má sjá hvernig þessi mynd frá Eskifirði lítur út í augum tauganetsins
, Á hennir er langafgi minn, Björn Ingimar Tómas Jónasson, með þrjú af börnum sínum. Móðuramma mín, Vigdís Júlíana Björnsdóttir, er stúlkan í hvíta kjólnum.
Hér er ágætis útskýring á því hvernig svokölluð GAN módel/net (eins og DeOldify) virka. Einn mest spennandi geirinn sem nýtir sér tauganet er listheimurinn.
Það er eitthvað mjög heillandi við þessi landamæri hins vélræna og þess mannlega.
Atvinnutekjur 2008-2017 eftir atvinnugreinum og svæðum
Byggðastofnun hefur gefið út
skýrslu um atvinnutekjur 2008-2017 eftir atvinnugreinum og svæðum. Þar má glöggt sjá hversu stór hluti af samfélaginu snérist um fjármálastarfsemi fram að hruni og hvernig ferðaþjónusta hefur að mestu tekið yfir (og hvað fiskurinn skiptir minna máli, í það minnsta á þessum mælikvarða)
Saga tölvunarfræðinnar
Sagan er alltaf skrifuð af sigurvegaranum sagði Lenín eða Mussólíni eða Biggi lögga og sigurvegarinn er alltaf karl.
Marie Hicks er sagnfræðingur sem rannsakar hlut kvenna í sögu tölvunarfræðinnar. Bókin hennar,
Programmed Inequaliity rekur hvernig hlutur kvenna fór minnkandi innan tölvunarfræðinnar eftir því sem greininni fleytti áfram og hvaða áhrif það hafði (spoiler: þau voru ekki jákvæð).
Hér er grein eftir hana úr nýjasta hefti
Computer:
When Winning Is Losing: Why the Nation that Invented the Computer Lost Its Lead