Byggðastofnun hefur gefið út skýrslu um atvinnutekjur 2008-2017 eftir atvinnugreinum og svæðum. Þar má glöggt sjá hversu stór hluti af samfélaginu snérist um fjármálastarfsemi fram að hruni og hvernig ferðaþjónusta hefur að mestu tekið yfir (og hvað fiskurinn skiptir minna máli, í það minnsta á þessum mælikvarða)
Sagan er alltaf skrifuð af sigurvegaranum sagði Lenín eða Mussólíni eða Biggi lögga og sigurvegarinn er alltaf karl.
Marie Hicks er sagnfræðingur sem rannsakar hlut kvenna í sögu tölvunarfræðinnar. Bókin hennar, Programmed Inequaliity rekur hvernig hlutur kvenna fór minnkandi innan tölvunarfræðinnar eftir því sem greininni fleytti áfram og hvaða áhrif það hafði (spoiler: þau voru ekki jákvæð).
Hér er grein eftir hana úr nýjasta hefti Computer:
When Winning Is Losing: Why the Nation that Invented the Computer Lost Its Lead