- Ég fór að sjá sýninguna um Ellý í gærkvöldi. Þar kemur nokkuð við sögu fyrsti eiginmaður hennar, Eyþór Þorláksson. Eyþór var afkastamikill gítarleikari og eftir hann liggja fjölmargar útsetningar fyrir gítar. Hér má heyra eina þeirra sem er sérlega fögur.
- Og fyrst við erum komin í gítarmúsík þá er full ástæða til að hlusta á Leonard Cohen flytja þakkarræðu árið 2011. Þetta er reyndar svo góð ræða að það er gott að hlusta á hana mánaðarlega.
- Ani DiFranco er líka frábær gítarleikari. Hér skrifar hún um uppvöxtinn.
- Johnny Cash var líka góður gítarleikari. Við fyrstu upptökurnar af I Walk the Line árið 1956 setti hann pappír á milli strengjanna, ofarlega á hálsinum, til að líkja eftir sneriltrommu. Hérna er þetta sýnt og þetta heyrist vel á upprunalegu upptökunni. Ég hugsa um þetta vikulega. Stórkostleg tækni.
- Glærurnar frá flestum fyrirlesurum á csv,conf,v4 eru hér.
- Ljósmynd er ekki sannleikur: Wet Plate Photography Makes Tattoos Disappear
- Það er hægt að gleyma sér tímunum saman við að hlusta á uppökur í safni Alan Lomax sem eru hér
- Ef þig vantar áhugamál sem enginn vina þinna hefur áhuga á: Numbers Stations Listeners Starter Guide
- The ethics of smart cities
Hér eru eldri tölublöð.
Hér er ég á twitter.
Hér er einhverskonar vefur.
Hér er netfangið mitt.
Þú getur sagt upp áskriftinni eða skráð þig
hérna.