Póstnúmer - taka tvö og annað áhugavert
Tjenare!
Í janúar skoðuðum við stuttlega póstnúmer, tilgang þeirra og tilurð. Tilefnið þá var beiðni Reykjavíkurborgar til póstnúmeranefndar um skiptingu póstnúmersins 101 í tvo hluta og þar með stofnun nýs númers: 102. Á fundi Borgarráðs 6. júní var lagt fram bréf póstnúmernefndarinnar þar sem fallist var á tillögu borgarinnar, samkvæmt uppdrættinum sem er hér að neðan. Borgarráð samþykkti að greiða póstinum 2.320.000 kr. vegna kostnaðar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins kaus gegn málinu, en tveir þeirra sátu hjá.
Síðastliðinn föstudag birti svo vefmiðillinn Vísir frétt um þessa breytingu. Þar er því haldið fram að þau staðföng sem séu "sunnan Hringbrautar" og eru í 101 færist í 102. Við vitum náttúrulega betur, enda sýnir þessi uppdráttur enga breytingu á t.d. Framnesvegi 63, sem eftir sem áður verður í 101, þrátt fyrir að vera sunnan Hringbrautar. Nema hvað. Það er fleira í þessari frétt sem er athyglisvert. Það standa nefnilega til tuttugu aðrar breytingar á póstnúmerakerfinu.
Stærst þeirra (að mínu mati, kannski eru allar þessar tilfæringar á Selfossi og Akureyri mjög merkilegar en ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að skipta mér sem minnst af þeim bæjarfélögum) er breytingin á 110 og 113. Þannig á póstnúmerið 113 nú að ná alveg "niður" að Suðurlandsvegi. Hér er núverandi skipting:
Svæðið í póstnúmeri 110 sem er norðan Suðurlandsvegar færist yfir í 113 (eins og ég skil þetta, pósturinn hefur ekki enn séð sér fært að tilkynna um þetta öðruvísi en í áðurnefndri frétt á visir.is). Þetta þýðir að Morgunblaðið flyst í nýtt póstnúmer og verður nú ekki lengur í Árbænum, heldur í Grafarvoginum. Eða þúst, við vitum náttúrulega að póstnúmer eru ekki lýsandi fyrir landsvæði, heldur tæki til að koma pósti til skila.
Önnur meiriháttar breyting er að land Kópavogs í Bláfjöllum mun nú verða með póstnúmerið 206, en ekki 203. Það ætti einnig að gefa póstinum tækifæri til að uppfæra kort sitt af póstnúmerinu 110, en það minnkaði töluvert við úrskúrð Hæstaréttar í nóvember 2017, þegar áratugalangar deilur Kópavogs og Reykjavíkur um eignarhald á þjóðlendum í landi Seltjarnarnesshrepps hins forna voru til lykta leiddar.
Hér má sjá hvernig land Kópavogs í austri er í dag:
Og hér hvernig skiptingin var:
Reykjavíkurborg tapaði semsagt þessum rana (að mestu, heldur eftir smá skika upp á Sandfellshnjúk) sem skar í sundur Húsfellsbrunann upp að Bláfjöllum.
Á dögunum héldu nasistarnir í Norðurvígi lúðasamkomu á Lækjartorgi. Við það tækifæri ákvað "leiðtogi" þeirra, Ríkharður Leó Magnússon, að stíga fram undir nafni. Ég hef lengi vitað af þessum nasista (og fleirum) og útskýrði í stuttum þræði á twitter hvernig það kom til.
Það hefur lítið verið fjallað um tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein og M.I.T. háskólans í íslenskum fjölmiðlum. Hér er ágætis grein til að byrja á, kjósirðu að sökkva þér ofan í það. Og svo í framhaldinu grein Lawrence Lessig um vin sinn Joi Ito, viðtal við Lessig í NYT og svar Lessig við viðtalinu við hann sjálfan.
Allt þetta mál hefði sennilega aldrei orðið að neinu, ef ekki væri fyrir að Xeni Jardin hélt því á lofti. Twitter reikningurinn hennar er alltaf þess virði að skoða.
Það er ekki allt æðislegt hjá Google: Three Years of Misery Inside Google, the Happiest Company in Tech
New York Times kafar ofan í hryllinginn sem var (og er) Gamergate.
Viðtal við danah boyd um hatur og samsæriskenningar á internetinu.
Og frábær ræða hennar um feðraveldið og hvernig það hefur haft áhrif á hana: Facing the Great Reckoning Head-On
Hér er góð grein um gervigreind: On “AI” replacing jobs and humans
Hér er góð sögukennsla um eyjuna Abaco, sem er hluti af Bahama eyjum.
23 reasons not to reveal your DNA. Ítarefni um það frá Zara Rahman hér.
Hér er yfirferð yfir afhverju afnám peninga (físíska fyrirbærisins) er glatað: Say No to the “Cashless Future” — and to Cashless Stores
Hafðu það sem allra best!
pallih
Í janúar skoðuðum við stuttlega póstnúmer, tilgang þeirra og tilurð. Tilefnið þá var beiðni Reykjavíkurborgar til póstnúmeranefndar um skiptingu póstnúmersins 101 í tvo hluta og þar með stofnun nýs númers: 102. Á fundi Borgarráðs 6. júní var lagt fram bréf póstnúmernefndarinnar þar sem fallist var á tillögu borgarinnar, samkvæmt uppdrættinum sem er hér að neðan. Borgarráð samþykkti að greiða póstinum 2.320.000 kr. vegna kostnaðar. Einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins kaus gegn málinu, en tveir þeirra sátu hjá.
Síðastliðinn föstudag birti svo vefmiðillinn Vísir frétt um þessa breytingu. Þar er því haldið fram að þau staðföng sem séu "sunnan Hringbrautar" og eru í 101 færist í 102. Við vitum náttúrulega betur, enda sýnir þessi uppdráttur enga breytingu á t.d. Framnesvegi 63, sem eftir sem áður verður í 101, þrátt fyrir að vera sunnan Hringbrautar. Nema hvað. Það er fleira í þessari frétt sem er athyglisvert. Það standa nefnilega til tuttugu aðrar breytingar á póstnúmerakerfinu.
Stærst þeirra (að mínu mati, kannski eru allar þessar tilfæringar á Selfossi og Akureyri mjög merkilegar en ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að skipta mér sem minnst af þeim bæjarfélögum) er breytingin á 110 og 113. Þannig á póstnúmerið 113 nú að ná alveg "niður" að Suðurlandsvegi. Hér er núverandi skipting:
Svæðið í póstnúmeri 110 sem er norðan Suðurlandsvegar færist yfir í 113 (eins og ég skil þetta, pósturinn hefur ekki enn séð sér fært að tilkynna um þetta öðruvísi en í áðurnefndri frétt á visir.is). Þetta þýðir að Morgunblaðið flyst í nýtt póstnúmer og verður nú ekki lengur í Árbænum, heldur í Grafarvoginum. Eða þúst, við vitum náttúrulega að póstnúmer eru ekki lýsandi fyrir landsvæði, heldur tæki til að koma pósti til skila.
Önnur meiriháttar breyting er að land Kópavogs í Bláfjöllum mun nú verða með póstnúmerið 206, en ekki 203. Það ætti einnig að gefa póstinum tækifæri til að uppfæra kort sitt af póstnúmerinu 110, en það minnkaði töluvert við úrskúrð Hæstaréttar í nóvember 2017, þegar áratugalangar deilur Kópavogs og Reykjavíkur um eignarhald á þjóðlendum í landi Seltjarnarnesshrepps hins forna voru til lykta leiddar.
Hér má sjá hvernig land Kópavogs í austri er í dag:
Og hér hvernig skiptingin var:
Reykjavíkurborg tapaði semsagt þessum rana (að mestu, heldur eftir smá skika upp á Sandfellshnjúk) sem skar í sundur Húsfellsbrunann upp að Bláfjöllum.
Á dögunum héldu nasistarnir í Norðurvígi lúðasamkomu á Lækjartorgi. Við það tækifæri ákvað "leiðtogi" þeirra, Ríkharður Leó Magnússon, að stíga fram undir nafni. Ég hef lengi vitað af þessum nasista (og fleirum) og útskýrði í stuttum þræði á twitter hvernig það kom til.
Það hefur lítið verið fjallað um tengsl barnaníðingsins Jeffrey Epstein og M.I.T. háskólans í íslenskum fjölmiðlum. Hér er ágætis grein til að byrja á, kjósirðu að sökkva þér ofan í það. Og svo í framhaldinu grein Lawrence Lessig um vin sinn Joi Ito, viðtal við Lessig í NYT og svar Lessig við viðtalinu við hann sjálfan.
Allt þetta mál hefði sennilega aldrei orðið að neinu, ef ekki væri fyrir að Xeni Jardin hélt því á lofti. Twitter reikningurinn hennar er alltaf þess virði að skoða.
Það er ekki allt æðislegt hjá Google: Three Years of Misery Inside Google, the Happiest Company in Tech
New York Times kafar ofan í hryllinginn sem var (og er) Gamergate.
Viðtal við danah boyd um hatur og samsæriskenningar á internetinu.
Og frábær ræða hennar um feðraveldið og hvernig það hefur haft áhrif á hana: Facing the Great Reckoning Head-On
Hér er góð grein um gervigreind: On “AI” replacing jobs and humans
And that is a very grave danger we are facing with believing in or supporting the push for “AI” to eat the world. We’ll be forced to make the world simple enough for the “AI” to understand. And that often means building models of the world that exclude people who are not “normal” or “typical” or who are deemed “broken”. But that’s a process the “AI” doesn’t understand or even see. It’s an invisible dumbing down of the world.
Það er gott að hafa Milo Yiannopoulos í huga þegar rætt er um hvort það eigi bara að "taka umræðuna" við nasista. Milo var útilokaður af stóru samfélagsmiðlunum. Þetta varð niðurstaðan. Meira hér.
Hér er góð sögukennsla um eyjuna Abaco, sem er hluti af Bahama eyjum.
23 reasons not to reveal your DNA. Ítarefni um það frá Zara Rahman hér.
Hér er yfirferð yfir afhverju afnám peninga (físíska fyrirbærisins) er glatað: Say No to the “Cashless Future” — and to Cashless Stores
Hafðu það sem allra best!
pallih
Þú getur sagt upp áskriftinni eða skráð þig hérna.
Don't miss what's next. Subscribe to Gögn: