Sumar
'Cause one of these things is not like the others
Livin' in winter, I am your summer
Baby doll, when it comes to a lover
I promise that you'll never find another like
Me
- Taylor Swift
Annar í sumri (
eins og Ríkisendurskoðun nefnir það). Taylor Swift gaf út lag,
Me (ásamt Brendon Urie), sem textabrotið er úr hér að ofan. Það er stórkostlegt. Auk þess fengum við lag af væntanlegri plötu Bruce Springsteen í sumargjöf.
Hello Sunshine. Það er líka stórkostlegt.
You know I always liked my walking shoes
But you can get a little too fond of the blues
You walk too far, you walk away
Hello sunshine, won't you stay
- Bruce Springsteen
What forms of cultural memory don’t fit on library shelves or city servers? Performative knowledge like dance, ritual, cooking, sports. Ambient data like shadows, wind, and rust.
- Ég er upptekinn af því að hugsa um gögn og borgir (það sem stundum er kallað snjallborgir). Hér er góð grein um það: A City Is Not a Computer. (Myndinni að ofan stal ég úr fyrirlestri aimee whitcroft hér).
- Sólveig Matthildur, sem er m.a. söngkona í Kælan Mikla, var að gefa út plötuna Constantly In Love. Hérna er myndband við Utopian Girl. Ég er mjög hrifinn af þessu.
- 8-9 maí er csv,conf,v4 ráðstefnan í Portland, Oregon. Ég fór á csv,conf,v2 í Berlín fyrir þremur árum. Frábær ráðstefna fyrir öll sem hafa áhuga á gögnum, í víðustu merkingu. Ráðstefna fyrir forvitið fólk. Það er töluvert af myndböndum til af fyrri ráðstefnunum. Vel þess virði að taka letilegan sunnudag í að horfa á nokkur.
- Ég get næstum því lofað þér að það sem hér kemur fram um mjólkurkirtla er ekki eitthvað sem þú vissir.
- Í vikunni birtist á Instagram myndband af sjimpansa að nota snjallsíma. Það er frekar ótrúlegt að horfa á. Hér er 20 mínútna þáttur um rannsóknir í Japan á sjimpönsum sem er líka frekar ótrúlegt.
- Ég hef ekki nennt að setja mig almennilega inn í rannsókn Muellers á forsetaframboði Donald Trump. En hér er áhugaverður twitter þráður um hvaða myndbönd um skýrsluna voru þau sem algrímin hjá youtube mældu oftast með.
- Mozilla hefur gefið út 2019 útgáfuna af Internet Health Report. Hér er efni til að lesa og hugsa um langt fram á sumar.
- Við munum öll eftir Fyre hátiðinni (ef ekki, þá er hér fín upprifjun). Hér er saga af sambærilegu rugli, nema úr heimi klassískrar tónlistar.
- Hvernig hægt er að rekja bitcoin færslur.
- Frances Scott gekk strandir Orkneyjar.
These walks are my way of collecting Orkney piece by piece, my route-maps shrinking the experience of each journey into something small and intricate that can be kept forever.
Gleðilegt sumar!
Hér eru eldri tölublöð. Hér er ég á twitter. Hér er einhverskonar vefur. Hér er netfangið mitt.
Þú getur sagt upp áskriftinni eða skráð þig hérna.