Þjarkar, ADS-B og ýmislegt áhugavert
Hæ!
Langt síðan síðast. Þú afsakar það. Mikið að gera í vinnunni og svona.
Hér er samtíningur af áhugaverðu efni. Tilvalið að skoða og hugsa um yfir helgina.
Langt síðan síðast. Þú afsakar það. Mikið að gera í vinnunni og svona.
Hér er samtíningur af áhugaverðu efni. Tilvalið að skoða og hugsa um yfir helgina.
Þjarkar
Nýlega bjó ég til nýjan twitter þjark: Dagleg réttvísi. Þrisvar á dag tístir hann færslu úr dómabókagrunni Þjóðskjalasafnsins, sem á við þann dag. Í gær birtist t.d. þessi:
Hér er svo listi af öðrum twitter þjörkum sem ég á:
Slembisarpur - efni af sarpur.is
Slembistaður - staðföng úr Staðfangaskrá og nærtæk mynd úr götumyndasafni ja.is
Slembitímarit - síður af timarit.is
Slembinafn - tilbúin nöfn úr mannanafnaskrá
Ný fyrirtæki - nýskráð fyrirtæki í Fyrirtækjaskrá
Kabarutfa - öll orðin, afturábak
Svo eru nokkrir sem eru í dvala:
Ljósmyndasafn - textalýsingar af myndum í safni Ljósmyndasafns Reykjavíkur
Gulur bíll - var stórkostlegur leikur fyrir börn á öllum aldri
Jarðskjálftar - allir jarðskjálftar af stærðinni 2 og stærri (lifði í 7 ár!)
Fyrir ofan Reykjavík - tísti þegar flugvélar flugu yfir Reykjavík. Svona:


Slembisarpur - efni af sarpur.is
Slembistaður - staðföng úr Staðfangaskrá og nærtæk mynd úr götumyndasafni ja.is
Slembitímarit - síður af timarit.is
Slembinafn - tilbúin nöfn úr mannanafnaskrá
Ný fyrirtæki - nýskráð fyrirtæki í Fyrirtækjaskrá
Kabarutfa - öll orðin, afturábak
Svo eru nokkrir sem eru í dvala:
Ljósmyndasafn - textalýsingar af myndum í safni Ljósmyndasafns Reykjavíkur
Gulur bíll - var stórkostlegur leikur fyrir börn á öllum aldri
Jarðskjálftar - allir jarðskjálftar af stærðinni 2 og stærri (lifði í 7 ár!)
Fyrir ofan Reykjavík - tísti þegar flugvélar flugu yfir Reykjavík. Svona:

ADS-B
Þessi síðasttaldi þjarkur nýtti sér að ég rek ADS-B móttakara á þaki húss foreldra minna í Breiðholtinu. Hann sendir gögn til flightaware.com og einnig adsbexchange.com. ADS-B (e. Automatic dependent surveillance – broadcast) er sífellt að verða stærri og stærri þáttur í flugleiðsögu. Wikipedia er með ágætis grein um kerfið.
Það er tiltölulega einfalt að setja upp móttakara. Þú þarft tölvu, t.d. Raspberry Pi, SDR móttakara og 1090mhz loftnet. Hér eru leiðbeiningar og líka hér. Loftnetið þarf sjónlínu við sendinn (flugvélina) og því er gott að koma því fyrir hátt uppi (t.d. á húsi foreldra þinna í Breiðholti).
Hér er svo áhugaverð grein um hvernig er hægt að nýta svona gögn: We Trained A Computer To Search For Hidden Spy Planes. This Is What It Found.
Það er tiltölulega einfalt að setja upp móttakara. Þú þarft tölvu, t.d. Raspberry Pi, SDR móttakara og 1090mhz loftnet. Hér eru leiðbeiningar og líka hér. Loftnetið þarf sjónlínu við sendinn (flugvélina) og því er gott að koma því fyrir hátt uppi (t.d. á húsi foreldra þinna í Breiðholti).
Hér er svo áhugaverð grein um hvernig er hægt að nýta svona gögn: We Trained A Computer To Search For Hidden Spy Planes. This Is What It Found.
Ýmislegt áhugavert
- Hér er stór og merkilegur gagnagrunnur um söfn í Bandaríkjunum.
MuseumStat is a robust online resource to support museums, communities, and researchers in gaining insights into the reach of museums and the communities they serve. The museum data are combined with community metrics on every census tract in the United States. MuseumStat is built on a geographical information system (GIS) platform that is designed to be intuitive and useful to a wide range of users and will continue to grow in its scope of features and information.
- Komin eru fram drög að lagafrumvarpi um breytingar á Upplýsingalögunum. Þar er m.a. lagt til að Alþingi og dómstólarnir heyri undir lögin, að hið opinbera komi á fót starfi ráðgjafa um upplýsingarétt borgaranna og að skilgreindir séu tímafrestir sem hið opinbera hefur til að svara upplýsingabeiðnum. Drögin eru í samráðsgátt ríkisins.
- Hér er stór rannsókn á fjóru stærstu endurskoðunarfyrirtækjum heimsins. Þar er ekki allt í lagi.
- Gagnasafn með 1.78 billjón tenglum af vefnum.
- Afhverju er lykilorðið ji32k7au4a83 algengt í gagnalekum?
- Það skiptir ekki bara máli hvernig hið alltumlykjandi rafræna eftirlit nemur það sem við gerum, það skiptir líka máli hvað við gerum ekki.
- Tauganet býr til AirBnb auglýsingar.
- 162 hlaðvarpsþættir um morðið á Olof Palme
Ég lofa að það líður ekki svona langur tími þangað til ég sendi þér næsta lettersbréf.
Góða helgi!
PS.
Ef þig vantar málheild (e. corpus) úr innleggjum af íslenskum spjallborðum, hafðu þá samband!
Ef þig vantar málheild (e. corpus) úr innleggjum af íslenskum spjallborðum, hafðu þá samband!
Don't miss what's next. Subscribe to Gögn: